Guð­rún Aspelund sótt­varna­læknir segir að fjórir far­aldrar séu í gangi í sam­fé­laginu núna. Kórónu­veiran, RS-veiran, inflúensa og streptó­kokkar hafa lagt fjöl­marga í rúmið að undan­förnu.

Morgun­blaðið ræðir við Guð­rúnu og greinir frá því að fyrir helgi hafi þrettán ein­staklingar legið inni á Land­spítala með kórónu­veiruna, þar af einn á gjör­gæslu. RS-veiran og inflúensan hafi einnig haft sín á­hrif en inflúensan virðist þó vera á niður­leið. Hár toppur kom í lok árs og tveir stofnar hafa verið í gangi, A og B.

„B hefur núna verið að færa sig upp á skaftið. Það gerist stundum að það kemur annar toppur af B þannig að við höfum auga með því, en eins og er hefur inflúensan verið á niður­leið,“ segir Guð­rún við Morgun­blaðið.

Streptó­kokkar af grúppu A hafa einnig verið á­berandi á þessu ári og segir Guð­rún að bakterían geti valdið al­var­legum sýkingum. Hefur hún fengið veður af því að meira sé um inn­lagnir hjá börnum og full­orðnum vegna al­var­legra sýkinga, til dæmis þegar streptó­kokka­sýking fer í brjóst­hol, blóð eða vöðva. „Það eru mjög al­var­legar sýkingar,“ segir hún.