Ekki er komin dag­setning á það hve­nær Guð­rún Haf­steins­dóttir, odd­viti þing­manna Sjálf­stæðis­flokksins í Suður­kjör­dæmi, tekur við af Jóni Gunnars­syni sem dóms­mála­ráð­herra. Það verður þó á næstu mánuðum að sögn Guð­rúnar.

„Ég mun taka við em­bætti dóms­mála­ráð­herra innan nokkurra mánaða. Hvort það verði um ára­mótin eða á út­mánuðum er í höndum formanns flokksins,“ segir Guð­rún.

Jón mun á næstunni sam­kvæmt þing­mála­skrá leggja fram um­deilt frum­varp um for­virkar rann­sóknar­heimildir lög­reglu. Spurð út í málið segir Guð­rún að hún hafi ekki séð frum­varpið og geti þar af leiðandi ekki tjáð sig um það að svo komnu máli.

Guð­rún segist styðja Vil­hjálm Árna­son í ritara­em­bætti flokksins á lands­fundi í haust. „Við þing­menn Sjálf­stæðis­flokksins í Suður­kjör­dæmi erum vel sam­stilltur hópur og munum að sjálf­sögðu styðja við fram­boð Vil­hjálms.“

Vil­hjálmur segist treysta sér vel til starfans sem gangi út á sam­skipti og viða­mikið sam­band við flokks­fólk á öllu landinu.

Vilhjálmur Árnason nýtur stuðnings Guðrúnar í ritaraembætti Sjálfstæðisflokksins á landsfundi í haust.
Fréttablaðið/Anton Brink