Próf­kjör Sjálf­stæðis­flokksins í Suður­kjör­dæmi lauk í gær og hlaut Guð­rún Haf­steins­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Kjöríss flest at­kvæði í fyrsta sæti. Þing­maðurinn Vil­hjálmur Árna­son lenti í öðru sæti á lista flokksins en hann sóttist eftir fyrsta sætinu. Alls greiddu at­kvæði 4.647 manns og lauk talningu at­kvæða seint í gær­kvöldi. Gildir seðlar voru 4.533 og auðir og ó­gildir 114.

Þau sem Frétta­blaðið ræddi við fyrir próf­kjörið sögðu annan brag á próf­kjörs­bar­áttu Sjálf­stæðis­manna en oft áður. Meiri sam­staða og sam­vinna hafi verið á milli fram­bjóð­enda. Þeir hafi ferðist jafn­vel saman um kjör­dæmið og nýtt kosninga­skrif­stofur hver hjá öðrum.

Guð­rún var sögð njóta yfir­gnæfandi stuðnings austan Markar­fljóts en við­mælendur blaðsins voru hins vegar sam­mála um að úr­slitin gætu ráðist í Reykja­nes­bæ þar sem lang­flestir kjós­endur eru.

Niður­staða kosninganna var eftir­farandi:

1. sæti Guð­rún Haf­steins­dóttir með 2.183 at­kvæði
2. sæti Vil­hjálmur Árna­son með 2.651 at­kvæði í 1. – 2. sæti.
3. sæti Ás­mundur Frið­riks­son með 2.278 at­kvæði í 1. – 3. sæti.
4. sæti Björg­vin Jóhannes­son með 1.895 at­kvæði í 1. – 4. sæti.
5. sæti Ing­veldur Anna Sigurðar­dóttir með 2.843 at­kvæði í 1. – 5. sæti.
6. sæti Jarl Sigur­geirs­son með 2.109 at­kvæði.

Villjálmur Árnason, þingmaður, er í öðru sæti listans.
Fréttablaðið/Anton Brink