Guð­rún Aspel­und hef­ur ver­ið ráð­in sótt­varn­a­lækn­ir við em­bætt­i land­lækn­is frá og með 1. sept­em­ber 2022.

„Ég hef öðl­ast góða sýn á starf sótt­varn­ar­lækn­is und­an­far­in ár og sé í starf­in­u tæk­i­fær­i til að láta gott af mér leið­a. Ég geri mér grein fyr­ir að starf­in­u fylg­ir mik­il á­byrgð og ég hlakk­a til að tak­ast á við verk­efn­in sem eru fram­undan,“ seg­ir Guð­rún í til­kynn­ing­u á vef land­lækn­is.

Þar kem­ur fram að Guð­rún starfar nú sem yf­ir­lækn­ir á svið­i sótt­varn­a hjá em­bætt­in­u. Hún hef­ur em­bætt­is­próf í lækn­is­fræð­i frá Há­skól­a Ís­lands og sér­fræð­i­mennt­un í bæði al­menn­um skurð­lækn­ing­um og barn­a­skurð­lækn­ing­um en hún var lekt­or og barn­a­skurð­lækn­ir við Col­umb­i­a-há­skól­a á ár­un­um 2007 til 2017. Guð­rún, sem jafn­framt hef­ur lok­ið meist­ar­a­nám­i í líf­töl­fræð­i, hef­ur góða þekk­ing­u á smit­sjúk­dóm­um og far­alds­fræð­i þeirr­a og hef­ur að auki kom­ið að birt­ing­u vís­ind­a­grein­a um smit­sjúk­dóm­a og sýkl­a­lyfj­a­notk­un. Hún hef­ur öðl­ast mikl­a þekk­ing­u og reynsl­u á verk­efn­um sótt­varn­a­sviðs í starf­i sínu und­an­far­in ár. Þá hef­ur hún einn­ig reynsl­u og stund­ar nám á svið­i op­in­berr­ar stjórn­sýsl­u.

„Ég er mjög á­nægð með ráðn­ing­u Guð­rún­ar í starf sótt­varn­a­lækn­is. Hún er með góða mennt­un og reynsl­u sem mun nýt­ast en hef­ur einn­ig til að bera nauð­syn­leg­a eig­in­leik­a fyr­ir krefj­and­i starf sótt­varn­a­lækn­is, m.a. góða sam­skipt­a­hæfn­i, vinn­u­sem­i, skip­u­lags­hæfn­i, sjálf­stæð­i og yf­ir­veg­un,“ seg­ir Alma D. Möll­er land­lækn­ir í tilkynningunni.

Starf sótt­varn­a­lækn­is var aug­lýst 13. maí síð­ast­lið­inn en Þór­ólf­ur Guðn­a­son læt­ur af störf­um í byrj­un sept­em­ber 2022. Aug­lýs­ing­in var birt á Starf­a­torg­i og í fjöl­miðl­um og var um­sókn­ar­frest­ur til og með 13. júní. Ekki bár­ust fleir­i um­sókn­ir en frá Guð­rún­u. Ráðn­ing var á­kveð­in í kjöl­far mats á um­sókn og ít­ar­legs við­tals en með land­lækn­i í því ferl­i voru Óskar Reyk­dals­son for­stjór­i Heils­u­gæsl­u höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, Unnur Vald­i­mars­dótt­ur próf­ess­or í far­alds­fræð­i við Lækn­a­deild Há­skól­a Ís­lands og Þór­gunn­ur Hjalt­a­dótt­ir sviðs­stjór­i hjá em­bætt­i land­lækn­is.