Guðni Th. Jóhannes­son, for­seti Ís­lands, skilaði í dag inn fram­boði sínu til for­seta í dóms­mála­ráðu­neytið. Guð­mundur Frank­lín hefur enn ekki skilað inn fram­boði sínu en fram­boðs­frestur rennur út á mið­nætti.


Eins og Frétta­blaðið greindi frá höfðu bæði Guðni og Guð­mundur fengið vott­orð frá yfir­kjör­stjórnum landsins fyrir með­mælenda­listum sínum. Á­samt fram­boði sínu þurfa þeir að skila með­mælenda­listunum og vott­orðum yfir­kjör­stjórnanna um að með­mælendur séu kosninga­bærir til dóms­mála­ráðu­neytisins.

Fresturinn til að skila fram­boði rennur út á mið­nætti en dóms­mála­ráðu­neytið aug­lýsir svo hverjir verða í kjöri eigi síðar en föstu­daginn 29. maí. Enginn annar en Guðni og Guð­mundur skiluðu með­mælenda­listum í öllum kjör­dæmum og því er ljóst að enginn annar getur skilað inn gildu fram­boði í dag nema þeir.

Dóms­mála­ráðu­neytið fer svo yfir fram­boðin og með­mælenda­listana og ef bæði fram­boð reynast gild verður kosið til for­seta þann 27. júní.