Guðni Már Henningsson fjölmiðla-, útvarps og listamaður er látinn. Hann var fæddur 9. júní árið árið 1952 og var einn ástælasti útvarpsmaður landsins. Guðni lést á heimili sínu á Tenerife á Spáni þar sem hann hafði verið búið undanfarið ár samkvæmt eirikurjonsson.is.
Hann var lengi með þættina Næturvaktina á Rás 2 við miklar vinsældir. Guðni hóf störf hjá Ríkisútvarpinu árið 1992 og fastráðinn frá árinu 1994. Auk Næturvaktarinnar annaðist hann vinsæla þætti á borð við Poppland, auk fjölda annarra. Hann starfaði hjá Ríkisútvarpinu í um aldarfjórðung, með hléum.
Útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson, Óli Palli, greindi frá fráfalli Guðna Más í Popplandi á Rás 2 í hádeginu. Þeir unnu lengi saman og var Guðni Már fyrsti samstarfsmaður Óla Palla í Popplandi.
„Við vorum miklir vinir og unnum lengi og vel saman hérna í Popplandi. Hann var lengi liðsmaður Popplands. Hann var líka á næturvaktinni og einn elskaðasti og dáðasti útvarpsmaður þjóðarinnar,“ sagði Óli Palli í Popplandi.
„Hann var skemmtilegur og mér þótti mjög vænt um hann Guðna minn. Og ég segi bara góða ferð, kæri vinur,“ sagði Óli Palli í Popplandi í hádeginu.
Guðni gaf út á ferli sínum nokkrar ljóðabækur og hélt fjölda málverkasýninga, auk þess að spila í nokkrum hljómsveitum.
Hann ræddi búferlaflutningana til Tenerife í viðtali við Hringbraut í fyrra sem lesa má hér.