Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands hefur safnað hámarksfjölda meðmæla fyrir framboð sitt.

Guðni tilkynnti á Facebook fyrr í dag að hann hefði hafið söfn­un meðmæla vegna for­seta­kosn­ing­anna sem fram fara í júní.

Í færsl­unni segir hann að í kosn­inga­starfi hans fyr­ir síðustu kosn­inga hafi hans teymi ein­sett sér að sýna heil­indi og hátt­vísi, vera bjart­sýn og elju­söm. Það sé óbreytt þótt því miður gef­ist ekki sömu tæki­færi og þá til að hitta fólk sem víðast og oft­ast.

Laust fyrir klukkan fimmti birti hann aðra færsu á Facebook þar sem hann tilkynnti að hámarksfjöldi meðmæla hafi safnast fyrir framboð hans. Hann þakkar öllum þeim sem lögðu honum lið með þessum hætti.