Þau drög að stjórnarskrárfrumvarpi sem eru nú til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda myndu hvorki hafa áhrif á lengd yfirstandandi kjörtímabils nýkjörins forseta, né setja honum skorður til endurkjörs fyrr en árið 2036.

Samkvæmt gildistökuákvæði frumvarpsdraganna er gert ráð fyrir því að ákvæði um sex ára kjörtímabil taki og takmörkun á fjölda þeirra gildi frá og með fyrstu forsetakosningum eftir gildistökuna.

„Gengið var út frá því við samningu frumvarpsins að þessi takmörkun myndi eiga við frá og með næstu forsetakosningum eftir gildistöku þeirra, þannig allir frambjóðendur sætu við sama borð að þessu leyti.“

Verði stjórnarskránni breytt með þessum hætti á yfirstandandi kjörtímabili forseta, yrði næsta kjörtímabil sex ár og forsetaefni sem hyggjast bjóða sig fram þá þyrftu að hafa meðmælafjölda í samræmi við nýtt ákvæði sem mælir fyrir um meðmælafjölda sem samsvarar að lágmarki 2.5 prósentum kjósenda á kjörskrá. 

„Gengið var út frá því við samningu frumvarpsins að þessi takmörkun myndi eiga við frá og með næstu forsetakosningum eftir gildistöku þeirra, þannig allir frambjóðendur sætu við sama borð að þessu leyti. Ella væri lögunum beitt afturvirkt í andstöðu við almennar reglur,” segir Skúli Magnússon héraðsdómari og dósent en honum var falið að semja frumvarpsdrög um tilteknar afmarkaðar umbætur í samráði við formenn flokkana.

Í frumvarpsdrögunum er miðað við að forseti geti aðeins setið samfellt tvö kjörtímabil á Bessastöðum, eða í alls tólf ár, miðað við sex ára kjörtímabil.

Töluverðar breytingar eru einnig gerðar á ákvæðum um hlutverk forseta, að mestu leyti til samræmis við ríkjandi framkvæmd.

Í frumvarpinu er einnig kveðið á um breytingar á ákvæðum um ráðherra og ríkisstjórn. Ákvæðum um ráðherraábyrgð er breytt, fjallað um hlutverk forsætisráðherra, áhrif vantrausts á ráðherra og ríkisstjórn og fleira.

Í frumvarpinu er einnig kveðið á um breytingar á ákvæðum um ráðherra og ríkisstjórn. Ákvæðum um ráðherraábyrgð er breytt, fjallað um hlutverk forsætisráðherra, áhrif vantrausts á ráðherra og ríkisstjórn og fleira.

Endurskoðun taki tvö kjörtímabil

Samkvæmt áætlun um endurskoðun stjórnarskrárinnar sem forsætisráðherra kynnti í upphafi kjörtímabilsins er stefnt að því að endurskoðunin fari fram í áföngum á þessu og næsta kjörtímabili. Stefnt er að því að á yfirstandandi kjörtímabili verði eftirfarandi viðfangsefni tekin fyrir. Þjóðareign á náttúruauðlindum, umhverfis- og náttúruvernd, þjóðaratkvæðagreiðslur að frumkvæði hluta kjósenda eða minnihluta þings, framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu, II. kafli stjórnarskrárinnar um forseta lýðveldisins og meðferð framkvæmdarvalds og loks ákvæði um hvernig stjórnarskránni verði breytt.

Auk frumvarpsdraga um embætti forseta, ráðherra og ríkisstjórn sem nú er til kynningar hafa frumvarpdrög um auðlindir, umhverfi og vernd íslenskrar tungu verið kynnt.