Guðni Ágústs­­­son fyrr­verandi landbúnaðarráð­herra Fram­sóknar­flokks var á göngu í morgun fyrir utan ráð­herra­bú­­­staðinn í Tjarnar­­­götu þar sem blaða- og frétta­­­menn biðu þess að ríkis­­­stjórnar­fundi lyki.

Hann ræddi við fjöl­­miðla­­fólk fyrir utan ráð­herra­bú­­staðinn, hvatti þá til dáða og hituðu þeir upp með spjalli við ráð­herrann fyrr­verandi sem var léttur í bragði. „Þetta er harð­snúið lið sem bíður ráð­herranna en ekki hlífa þeim,“ sagði Guðni.

Að­­spurður um það hvernig hann myndi svara á­hyggju­fullum borgurum væri hann heil­brigðis­ráð­herra vegna á­stands Co­vid-far­aldurins sagði hann að „nú er frelsið fram undan myndi ég segja.“ Það væri búið að bólu­­setja stærstan hluta þjóðarinnar og „enginn deyr lengur.“

Guðni hvatti fjöl­miðla­fólk til dáða og sagði því að fara engum vettlinga­tökum um ráð­herra að fundi loknum.
Fréttablaðið/Eyþór Árnason

Hann sagðist þó hafa á­hyggjur af skóla­haldi í haust og hvort bólu­­setja ætti börn á aldrinum tólf til fimm­tán ára. Ef hann væri heil­brigðis­ráð­herra væri það eitt­hvað sem hann myndi leggja til.

„Svo vitið þið að Fram­­sóknar­­menn taka ekki pestina, þeir eru svo harð­vítugir og búnir að lifa lengi á landinu, eru ó­­­næmir fyrir pestinni og smita ekki heldur,“ sagði Guðni í gaman­­sömum tón og bætti við að Jesús Kristur hefði verið fyrsti Fram­­sóknar­­maðurinn.

Guðni hefur á­hyggjur af skóla­haldi í haust.
Fréttablaðið/Eyþór Árnason