Forsetaframbjóðendurnir tveir, Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson, mættu snemma á kjörstað og eru nú báðir búnir að greiða atkvæði í forsetakosningunum 2020.

Guðni mætti fimm mínútum yfir níu í Álftanesskóla og Guðmundur Franklín mætti níuleytið í Mennta­skól­an­n við Sund.

Guðmundur mætti snemma á kjörstað.
Fréttablaðið/Valli

Kjörstaður opnuðu klukkan níu í morgun í stærstu sveitarfélögum landsins og eru kjörstaðir opnir til 22 en opnunartími getur verið mismunandi í minni sveitarfélögunum. Allar upplýsingar um kjörstaði er að finna á vefnum kosning.‌is.

Samkvæmt skoðanakönnunum bendir allt til öruggs sigurs Guðna sem hefur mælst með rúmlega 90 prósenta fylgi.

Guðni kom hjólandi frá Bessastöðum.
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson

Síðdegis í gær höfðu um 52 þúsund manns kosið utankjörfundar sem er umtalsvert meira en fyrir fjórum árum.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn greindi frá því á blaðamannafundi í gær að ekki hefðu fundist leiðir til þess að einstaklingar í sóttkví gætu kosið.