„Við stöndum á tíma­mótum. Hið ó­rétt­láta sam­fé­lag sem öfga­kapítal­ismi ný­frjáls­hyggjunnar hefur troðið upp á al­menning riðar til falls. Samt halda auð­valds­flokkarnir á­fram með þá stefnu sína að einka­væða eignir al­mennings og al­manna­þjónustuna og ætla að halda því á­fram þvert á vilja þorra al­mennings. Við getum stoppað þetta,“ segir Guð­mundur Auðuns­son sem skipar fyrsta sæti á lista Sósíal­ista­flokksins í Suður­kjör­dæmi.

Í öðru sæti er Birna Eik Bene­dikts­dóttir, fram­halds­skóla­kennari og sex barna móðir. Í þriðja sæti er Ást­þór Jón Ragn­heiðar­son þjálfari og vara­for­maður ASÍ-UNG.

Í fjórða sæti er Arna Þór­dís Árna­dóttir verk­efna­stjóri með MA í al­þjóða­sam­skiptum og tveggja barna móðir og í því fimmta er Unnur Rán Reynis­dóttir hár­snyrtir, hár­snyrti­kennari og fjögurra barna móðir í Reykja­nes­bæ, en hún er upp­alin á Flúðum.

Í til­kynningu frá flokknum segir að listanum sé stillt upp af slembi­völdum hópi meðal fé­laga flokksins sem unnið hefur hörðum höndum að því að endur­spegla sem skýrast vilja gras­rótar flokksins og teljum við það skila mun betri árangri en hefð­bundnar leiðir við upp­röðun á lista sem oftar en ekki gefa skakka mynd.

„Mér finnst það al­ger­lega ó­tækt og í raun al­ger firring að hér á landi skuli finnast fá­tækt, segir Birna Eik Bene­dikts­dóttir, sem er í öðru sæti listans. „Hér búa 10-15% barna við fá­tækt. Það er ekki náttúru­lög­mál að svo sé heldur er það pólitísk á­kvörðun elítunar að sumir, þar á meðal börn, eigi að lifa í fá­tækt. Þessu ætlum við að breyta.“

Listi Sósíal­ista­flokksins í Suður­kjör­dæmi

  1. Guð­mundur Auðuns­son, stjórn­mála­hag­fræðingur
  2. Birna Eik Bene­dikts­dóttir, fram­halds­skóla­kennari
  3. Ást­þór Jón Ragn­heiðar­son, þjálfari og vara­for­maður ASÍ-UNG
  4. Arna Þór­dís Árna­dóttir, verk­efna­stjóri
  5. Unnur Rán Reynis­dóttir, hár­snyrti­meistari og -kennari
  6. Þór­bergur Torfa­son, sjó­maður
  7. Einar Már Atla­son, sölu­maður
  8. Þór­dís Bjarn­leifs­dóttir, nemi
  9. Arn­grímur Jóns­son, sjó­maður
  10. Guð­mundur Eyjólfur Jóels­son, bif­reiðar­stjóri
  11. Bjart­ey Her­manns­dóttir, mót­töku­ritari
  12. Pawel Adam Lopatka, land­vörður
  13. Sigurður Er­lends Guð­bjargar­son, raf­í­þrótta­þjálfari
  14. Þór­dís Guð­bjarts­dóttir, ör­yrki
  15. Kári Jóns­son, verka­maður
  16. Berg­ljót Davíðs­dóttir, blaða­maður
  17. Elín­borg Steinunnar­dóttir, ör­yrki
  18. Stefán Helgi Helga­son, at­vinnu­rekandi
  19. Finn­björg Guð­munds­dóttir, eftir­launa­kona

20. Viðar Steinars­son, bóndi

Sjá til­kynningu á vef Sósíal­ista.

Sósíal­ista­flokkurinn leggur fram sam­hliða þessum lista fram til­boð til kjós­enda í Suður­kjör­dæmi: Byggjum upp vinnu, hús­næði, þjónustu og sam­göngur um allt kjör­dæmið.