Guð­mundur Ingi Guð­brands­son var í dag kjörinn í em­bætti vara­for­manns Vinstri grænna á lands­fundi flokksins.

Guð­mundur var einn í fram­boði til em­bættisins en kosið var með handa­upp­réttingum, líkt og í em­bætti formanns, vegna tækni­legra örðug­leika í raf­rænni kosningu.

Ingi­björg nýr ritari og Rúnar nýr gjald­keri VG

Tveir voru í fram­boði til ritara Vinstri grænna, þær Ingi­björg Þórðar­dóttir og Una Hildar­dóttir. Ingi­björg hlaut 119 at­kvæði en Una 72 og því er Ingi­björg nýr ritari Vinstri grænna með tæp­lega 62 prósent at­kvæða.

Tveir voru í fram­boði til gjald­kera, þeir Ragnar Auðun Árna­son og Rúnar Gísla­son. Rúnar hlaut 117 at­kvæði en Ragnar 69 og er því Rúnar nýr gjald­keri Vinstri grænna.

Aðalstjórn og varamenn

Í aðal­stjórn flokksins sitja Ragnar Auðun Árna­son, Sól­ey Björk Stefáns­dóttir, Berg­lind Häsler, Álf­heiður Inga­dóttir, Þóra Magnea Magnús­dóttir, Elva Hrönn Hjartar­dóttir og Andrés Skúla­son.

Í vara­stjórn sitja Bjarni Jóns­son, Cecil Haralds­son, Guð­ný Hildur Magnús­dóttir og Einar Berg­mundur Þor­gerðar­son Bóasar­son.

Fréttin hefur verið uppfærð.