Umhverfis- og auðlindarráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, er með flest atkvæði í fyrsta sæti lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi, eða alls 483, og Ólafur Þór Gunnarsson með 361 atkvæði í 1.-2. sætið Una Hildardóttir með 482 atkvæði í 1.-3. sæti
15.-17. apríl fór fram rafrænt forval hjá Vinstri hreyfingunni grænu framboði í Suðvesturkjördæmi. Valið var í fimm efstu sæti á framboðslista hreyfingarinnar í alþingiskosningunum sem fram fara í haust.
Niðurstaða forvalsins er eftirfarandi:
Guðmundur Ingi Guðbrandsson með 483 atkvæði í 1. sæti
Ólafur Þór Gunnarsson með 361 atkvæði í 1.-2. sætið
Una Hildardóttir með 482 atkvæði í 1.-3. sæti
Kolbrún Halldórsdóttir með 435 atkvæði í 1.-4. sæti
Þóra Elfa Björnsson með 421 atkvæði í 1.-5. sæti
Kosningu lauk í forvali hreyfingarinnar dag klukkan 17.10 í stað 17 vegna þess að kosningasíðan lá niðri í sjö mínútur um klukkan hálf fimm. Flokkurinn fékk tvo þingmenn úr kjördæminu í síðustu kosningum árið 2017, það voru þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson. Rósa Björk er ekki lengur í flokknum heldur er í Samfylkingunni.
Alls voru 1.699 á kjörskrá og var kosningaþáttaka 50 prósent. Það tóku alls níu einstaklingar þátt í forvalinu.
Það voru þau:
Bjarki Bjarnason, rithöfundur og forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ sem sóttist eftir 4. – 5. sæti.
Einar Bergmundur Þorgerðar- og Bóasarson, hugbúnaðarsérfræðingur sem sóttist eftir 3. – 5. sæti.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og umhverfisfræðingur sem sóttist eftir 1. sæti.
Júlíus Andri Þórðarson, stuðningsfulltrúi og háskólanemi sem sóttist eftir 4. sæti.
Kolbrún Halldórsdóttir, leikstjóri og fyrrverandi alþingismaður og ráðherra sem sóttist eftir 2. sæti.
Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og alþingismaður sem sóttist eftir 1. sæti.
Una Hildardóttir, upplýsingafulltrúi og varaþingmaður sem sóttist eftir 1. – 2. sæti.
Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir, þjóðfræðinemi sem sóttist eftir 3. sæti.
Þóra Elfa Björnsson, setjari og framhaldsskólakennari sem sóttist eftir 3. – 5. sæti.
Fréttinni hefur verið breytt