Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, um­hverfis- og auð­linda­ráð­herra, til­kynnir í færslu á Face­book að hann hafi á­kveðið að bjóða sig fram til vara­for­manns Vinstri grænna á lands­fundi flokksins sem fer fram í októ­ber.

„Kæru vinir, mig langar að vinna á­fram að bar­áttu­málum mínum og annarra um­hverfis- og náttúru­verndar­sinna á vett­vangi stjórn­málanna, eins og ég hef gert undan­farin tæp tvö ár, og stuðla að því að grænu málin fái sem mestan sess í ís­lenskum stjórn­málum. Ég vil koma að því að móta nýja tíma,“ segir Guð­mundur í færslunni og tekur fram að hann hafi alla tíð brunnið fyrir um­hverfis­málum.

Öll eigum við okkur drauma í leik og starfi. Öll brennum við fyrir einhverju. Við höfum hugmyndir um hvernig samfélag...

Posted by Guðmundur Ingi, umhverfis- og auðlindaráðherra on Monday, October 7, 2019

Framtíðarsýn samofin umhverfismálum

„Það hefur því verið ein­stakt að fá tæki­færi til að koma á koppinn fyrstu fjár­mögnuðu að­gerða­á­ætlun Ís­lands í lofts­lags­málum, vinna að banni á mörgum ein­nota plast­vörum, hefja stór­á­tak í frið­lýsingum og auka fjár­magn til um­hverfis­mála um 25% á tveimur árum. En það þarf svo sannar­lega að gera meira og ég er rétt að byrja,“ segir Guð­mundur í færslunni.

Hann segir fram­tíðar­sýn sína vera sam­ofin um­hverfis­málum og rétt­látu og frið­sömu sam­fé­lagi. „Ég vil að árið 2030 getum við litið til baka og sagt að okkur hafi tekist að takast á við lofts­lags­vána og það með fé­lags­legt rétt­læti og náttúru­vernd að leiðar­ljósi,“ segir í færslunni. Guðmundur segist vilja sjá Ís­land þróast og eflast sem land náttúrunnar.