Guðmundur Freyr Magnússon hefur verið dæmdur til 17 ára fangelsis á Spáni fyrir að hafa myrt unnusta móður sinnar í byrjun síðasta árs. Fyrst var greint frá á DV.

Á vef spænska miðilsins Informacion segir að dómstóllinn Guðmundur þurfi að greiða aðstandendum mannsins 100 þúsund evrur í bætur, eða tæpar fimmtán milljónir íslenskra króna.

Guðmundur Freyr játaði að hafa myrt unnusta móður sinnar í síðasta mánuði.

Guðmundur Freyr réðst inn á heimili móður sinnar og mannsins þann 12. janúar 2020 og stakk manninn 21 sinni. Maðurinn sem lést var íslenskur líka.