Guð­mundur Frank­lín Jóns­son, at­hafna­maður á Borgundar­hólmi, hefur á­kveðið að bjóða sig fram til for­seta. Þetta til­kynnti hann á blaða­manna­fundi sem hann hélt á Face­book nú fyrir skemmstu. Þar sagði hann meðal annars mikinn mis­skilning gæta um eðli for­seta­hlut­verksins, hann ætli sér fram gegn spillingu

Ljóst er að Guð­mundur bætist því í hóp með Axeli Pétri Axels­syni, sjálf­skipuðum þjóð­fé­lags­verk­fræðingi, sem einnig hefur til­kynnt um fram­boð gegn sitjandi for­seta, Guðna Th. Jóhannes­syni. Hann bauð sig einnig fram árið 2016 en dró framboðið til baka og lýsti yfir stuðningi við Ólaf Ragnar Grímsson, þáverandi forseta Íslands.

Guð­mundur hefur undan­farin ár verið reglu­legur gestur á út­varpi Sögu. Hann stofnaði til að mynda stjórn­mála­flokkinn Hægri græna árið 2010 og var for­maður flokksins til ársins 2016 þegar hann rann inn í Ís­lensku þjóð­fylkinguna.

Flokkurinn bauð fram í Al­þingis­kosningum 2013 en í ljós kom að Guð­mundur var ekki á kjör­skrá þar sem hann var með lög­heimili er­lendis og gat hann því ekki boðið sig fram líkt og hann hafði ætlað sér. Flokkurinn hlaut 1,7 prósent í kosningunum þá og engan mann kjörinn.

„Víkjum nú að því hvers vegna ég kallaði til þessa fundar og er það vegna þess að eftir nokkra í­hugun og mikla hvatningu hef ég á­kveðið að bjóða mig fram til for­seta Ís­lands. Fram­boð mitt mun í megin­þáttum snúast um að efla for­seta­em­bættið, nýta mál­skots­réttinn og leggja mitt af mörkum til að berjast gegn spillingu,“ sagði Guð­mundur meðal annars á um­ræddum fundi.

Þjóðin fái að kjósa um orku­pakka fjögur og fimm

Hann segir mikinn mis­skilning gæta um eðli for­seta­em­bættisins. „Em­bættið á alls ekki að vera til skrauts heldur á for­setinn að vinna með virkum hætti í þágu þjóðarinnar og leita allra leiða við að þjónusta hana og styðja,“ segir Guð­mundur. Hann segir þjóðina lykil­at­riði og að breyta þurfi hugsunar­hættinum á Ís­landi.

„Það þarf að breyta hugsunar­hættinum á Ís­landi því allt of lengi hefur það við­gengist að spillingin fái að grassera og ráða­menn standi að­gerða­lausir hjá,“ segir Guð­mundur. Hann segir þjóðina í­trekað hafa þurft að kyngja því að stórar upp­hæðir séu hafðar út úr þjóðar­búinu.

„Það er til fólk sem styður ekki spillingu og mun ekki sætta sig við hana. Það er til fólk sem er til­búið til að breyta þessu og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koll­varpa þessum illu öflum. Ég er einn af þeim. Ég get ekki horft upp á þetta lengur og ég segi hér með spillingunni stríð á hendur.“

Hann segist heita því að verði hann for­seti muni þjóðin fá að kjósa um orku­pakka fjögur og fimm. Hún muni fá að eiga sínar auð­lindir sjálf.

„Ég heiti því og legg við dreng­skap minn að verði ég for­seti mun orku­pakki fjögur og fimm ekki fara í gegnum mig heldur fær þjóðin að kjósa um þá. Eins heiti ég því að ESB verði aldrei sam­þykkt án undan­genginnar þjóðar­at­kvæða­greiðslu,“ segir Guð­mundur.

„Mitt fram­boð er gegn spillingu, með auknu gagn­sæi, með beinu lýð­ræði og fyrir þjóðina. Þetta er það sem ég stend fyrir sem for­seta­fram­bjóðandi og sem manneskja.“