Uppstillingarnefnd Frjálslynda lýðræðisflokksins, sem er undir formennsku Guðmundar Franklín Jónssonar, hefur skipað tvo nýja oddvita fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Magnús Guðbergsson, öryrki, í Suðurkjördæmi og Björgvin Egil Vídalín Arngrímsson, eftirlaunaþegi, í Norðausturkjördæmi.
Guðmundur Franklín sjálfur verður oddviti í Reykjavík norður og Glúmur Baldvinsson, stjórnmálafræðingur, er oddviti í Reykjavík suður. Fram kemur í tilkynningu frá flokknum að oddvitar Norðvesturkjördæmis og Suðvesturkjördæmis verða kynntir um helgina.
Fram kemur í tilkynningunni að Magnús sé sex barna faðir, búsettur í Reykjanesbæ og sé öryrki eftir tvenn bílslys.
Þá hefur Björgvin unnið hjá Opnum Kerfum auk þess að hafa verið varaformaður Dögunar.