Upp­still­ing­ar­nefnd Frjáls­lynda lýðræðis­flokks­ins, sem er undir formennsku Guðmundar Franklín Jónssonar, hef­ur skipað tvo nýja odd­vita fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Magnús Guðbergs­son, ör­yrki, í Suður­kjör­dæmi og Björg­vin Egil Vídalín Arn­gríms­son, eft­ir­launaþegi, í Norðaust­ur­kjör­dæmi.

Guðmundur Franklín sjálfur verður oddviti í Reykjavík norður og Glúm­ur Bald­vins­son, stjórn­mála­fræðing­ur, er odd­viti í Reykja­vík suður. Fram kemur í tilkynningu frá flokknum að oddvitar Norðvest­ur­kjör­dæm­is og Suðvest­ur­kjör­dæm­is verða kynnt­ir um helg­ina.

Fram kemur í tilkynningunni að Magnús sé sex barna faðir, búsettur í Reykjanesbæ og sé öryrki eftir tvenn bílslys.

Þá hefur Björgvin unnið hjá Opnum Kerfum auk þess að hafa verið varaformaður Dögunar.