Guðmundur Felix Grétarsson verður líklegast útskrifaður af gjörgæslu í dag, þar sem hann dvelur á sjúkrahúsi í Lyon eftir handleggjaágræðslu. Þetta kemur fram á Facebook síðu Guðmundar.
Þar segir að bataferlið gangi vel. einungis hafi smávægilegar aukaverkanir komið fram. Þá sé vonast itl þess að Guðmundur komist á fætur í dag í fyrsta sinn frá því hann gekkst undir aðgerðina. Guðmundur lenti í vinnuslysi árið 1998, þegar hann var einungis 26 ára gamall. Hann hefur allar götur síðan verið opinskár með meiðsli sín.
Vonast Guðmundur Felix til þess að geta haldið stuttan blaðamannafund síðar í dag. Þar vonast hann til þess að geta rætt við íslenska fjölmiðla í gegnum netið en búast má við því að sjúkrahúsið muni gefa frá sér yfirlýsingu um mál Guðmundar í dag.
𝗨𝗣𝗗𝗔𝗧𝗘 𝗙𝗥𝗢𝗠 𝗙𝗘𝗟𝗜𝗫 Things are progressing well. Only minor complications so far. He is expected to be discharged from...
Posted by Felix Gretarsson - Coaching on Thursday, 21 January 2021