Guð­mundur Felix Grétars­son verður lík­legast út­skrifaður af gjör­gæslu í dag, þar sem hann dvelur á sjúkra­húsi í Lyon eftir hand­leggja­á­græðslu. Þetta kemur fram á Face­book síðu Guð­mundar.

Þar segir að bata­ferlið gangi vel. einungis hafi smá­vægi­legar auka­verkanir komið fram. Þá sé vonast itl þess að Guð­mundur komist á fætur í dag í fyrsta sinn frá því hann gekkst undir að­gerðina. Guðmundur lenti í vinnuslysi árið 1998, þegar hann var einungis 26 ára gamall. Hann hefur allar götur síðan verið opinskár með meiðsli sín.

Vonast Guð­mundur Felix til þess að geta haldið stuttan blaða­manna­fund síðar í dag. Þar vonast hann til þess að geta rætt við ís­lenska fjöl­miðla í gegnum netið en búast má við því að sjúkra­húsið muni gefa frá sér yfir­lýsingu um mál Guð­mundar í dag.

𝗨𝗣𝗗𝗔𝗧𝗘 𝗙𝗥𝗢𝗠 𝗙𝗘𝗟𝗜𝗫 Things are progressing well. Only minor complications so far. He is expected to be discharged from...

Posted by Felix Gretarsson - Coaching on Thursday, 21 January 2021