Guð­mundur Felix Guð­munds­son, sem gekkst undir handleggjaágræðslu þann 13. janúar síðastliðinn er kominn á fætur.

Hann deildi skemmtilegu myndbandi af sér á Facebook í dag þar sem hann tekur nokkur dansspor og virðist vera við góða heilsu eftir umfangsmikla aðgerð.

Guðmundur sagði frá því fyrir helgi að bataferlið hafi gengið vel, einungis hafi smá­vægi­legar auka­verkanir komið fram.

Guð­mundur lenti í vinnu­slysi árið 1998 er hann starfaði sem raf­virki og missti báða hand­leggina. Að­gerðin sem fram­kvæmd var í Lyon í Frakk­landi fyrir um tveimur vikum síðan er sögð ein­stök að­gerð í sögu lækna­vísindanna en þetta er í fyrsta sinn sem slík að­gerð er fram­kvæmd í heiminum.