Guð­mundur Felix Grétars­son steig næsta skref á bata­ferli sínum eftir hand­á­græðslu sína í dag þar sem hann færði sig af gjör­gæslu og yfir á endur­hæfingar­deild Édou­ard Herriot sjúkra­hússins.

Guð­mundur Felix greinir sjálfur frá þessu í Face­book færslu sem birtist fyrir skemmstu. „Skemmst er frá því að segja að ég nýtti mér einungis hand­far­angur,“ skrifar glettinn Guð­mundur Felix í færslunni á ensku.

„Það er gott að taka skref á­fram en ég mun sakna starfs­fólksins sem hefur verið með mér síðustu vikur,“ skrifar Guð­mundur jafn­framt.

After almost 7 weeks Hôpital Édouard Herriot I took the next step today and moved to the rehabilitation center....

Posted by Felix Gretarsson - Coaching on Monday, 1 March 2021