Franski fjölmiðillinn, France 3, fjallar um kraftaverk Guðmundar Felix og sýnir magnað myndband af honum og árangri hans.

Guðmundur Felix deilir fréttinni sjálfur á Facebook-síðu sinni.

Í myndbandinu má sjá magnaðan árangur Guðmundar Felix um það bil tíu mánuðum eftir aðgerðina í Frakklandi þar sem hann fékk grædda tvo handleggi á sig frá öxlum.

Guðmundur Felix sést meðal annars borða mandarínu ásamt því að skrifa nafnið sitt á blað í myndbandinu.

Til þess að sjá myndbandið þarf að smella á færslu Guðmundar Felix hér að neðan.

Guðmundur Felix segist sjá árangur í hverri einustu viku. Hann nái betri og betri stjórn á handleggjunum með tímanum sem líður.

Þá vaxi neglurnar á fingrunum ansi hratt og hárin á höndunum séu að aðlagast honum.