Guð­mundur Felix Grétars­son hnyklar vöðvana í sínu nýjasta inn­slagi á Face­book síðu sinni. Ljóst er að bata­ferlið er að ganga vel.

Eins og al­þjóð veit fór Guð­mundur Felix í handa­á­græðslu í Frakk­landi nú í janúar sem gekk vonum framar. Eftir 14 tíma að­gerð fékk hann nýjar hendur og sáu tugir lækna til þess að allt gengi upp.

Síðan þá hefur Guð­mundur Felix verið á bata­vegi. Frétta­blaðið greindi frá því í síðasta mánuði að hann hefði loksins fengið að knúsa barna­börnin, eftir ára­tuga bið.

Nú segist Guð­mundur vera að fá meiri til­finningu í hendurnar. „Alltaf pínu­lítið meira í hverri viku,“ svarar kappinn einum fylgjanda sínum.