Guðmundur Felix Grétarsson hefur slegið af vinnustofu sína Innri styrk sem átti að halda í Reykjavík milli jóla og nýárs. Guðmundur sem gekkst undir tvöfalda handaágræðslu 14. janúar á þessu ári boðaði „óþægilega, skemmtilega og fræðandi“ vinnustofu þar sem meðal annars yrði settur fókus á sjálfsþekkingu.

„Vegna óvissu í Covid-málum og samkomutakmarkana hef ég ákveðið að aflýsa eða fresta fyrirhugaðri vinnustofu um óákveðinn tíma. Seldir miðar verða endurgreiddir á næstu dögum,“ segir Guðmundur Felix.