Guð­mundur Árni Stefáns­son, odd­viti Sam­fylkingarinnar í Hafnar­firði, úti­lokar ekki að gefa kost á sér í em­bætti vara­for­manns Sam­fylkingarinnar á lands­fundi flokksins í haust.

„Maður segir aldrei aldrei í pólitík,“ segir Guð­mundur Árni í sam­tali við Morgun­blaðið. Hann segist bíða á hliðar­línunni og leggja jafnaðar­mönnum allt til sem hann getur.

„Það er bara ein­fald­­lega þannig, en ég hef eng­in á­form um þetta. Ef ég get hjálpað til þarna eða ann­ars staðar þá geri ég það,“ hefur Morgun­blaðið eftir Guð­mundi.

Krist­rún Frosta­dóttir hefur ein til­kynnt fram­boð til formanns nú þegar fyrir liggur að Logi Einars­son lætur af for­manns­stöðunni.

Heiða Björg Hilmis­dóttir, nú­verandi vara­for­maður, hefur stað­fest að hún gefi á­fram kost á sér sem vara­for­maður en það gæti flækt stöðuna að hún var ný­lega ráðinn for­maður Sam­bands ís­lenskra sveitar­fé­laga.

Hafa nokkur nöfn verið nefnd til sögunnar í em­bætti vara­for­manns í ljósi þessa, en í um­fjöllun RÚV um helgina var til dæmis bent á Guð­mund Árna, Guð­mund Ara Sigur­jóns­son, bæjar­full­trúa á Sel­tjarnar­nesi og Frið­jón Einars­son, for­mann bæjar­ráðs Reykja­nes­bæjar.