Sam­fykingin er að vinna veru­lega á í Hafnar­firði sam­kvæmt fyrstu tölum. Hinn sigurstranglegi Guðmundur Árni Stefánsson virðist þó ekki kippa sér upp við það.

Odd­vitar flokkanna voru boðaðir á Ás­velli í stuttan panel hjá RÚV og at­hygli vakti að Guð­mundur Árni Stefáns­son odd­viti Sam­fylkingarinnar boðaði for­föll í panelinn en hann átti ekki heiman­gengt vegna kosninga­partýs.

Fréttablaðið reyndi að ná í Guðmund vegna málsins án árangurs. Bæting Samfylkingarinnar er hins vegar ekki nægileg til að fella meiri­hluta Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sóknar­flokks.

Sjálf­stæðis­flokkurinn tapar þar einum manni en hann færist yfir til sam­starfs­flokksins Fram­sóknar.

Þegar fyrstu tölur voru kynntar höfðu 6170 at­kvæði verið talin.

Sjálf­stæðis­flokkurinn og Sam­fylkingin eru bæði með 1700 at­kvæði.

Fram­sóknar­flokkurinn með þúsund at­kvæði, Við­reisn með 600, Bæjar­listinn með 300, Mið­flokkur og ó­háðir með 100, Píratar með 400 og Vinstri græn með 300.