Guð­mundur Árni Stefáns­son fékk flest at­kvæði í flokksvali Sam­fylkingarinnar fyrir sveitar­stjórnar­kosningar í Hafnar­firði sem fór fram raf­rænt í dag.

Fram kemur í frétta­til­kynningu Sam­fylkingarinnar að kosning í sex efstu sætin er bindandi fyrir upp­stillingar­nefndina „að teknu til­liti til reglna Sam­fylkingarinnar um að ekki halli á hlut kvenna“.
Niður­stöður í efstu sex sætin voru eftir­farandi:

  1. Guð­mundur Árni Stefáns­son með 537 at­kvæði í 1. sæti
  2. Sig­rún Sverris­dóttir með 290 at­kvæði í 1-2. sæti
  3. Árni Rúnar Þor­valds­son með 485 at­kvæði í 1-3. sæti
  4. Hildur Rós Guð­bjargar­dóttir með 351 at­kvæði í 1-4. sæti
  5. Stefán Már Gunn­laugs­son með 429 at­kvæði í 1-5. sæti
  6. Kol­brún Magnús­dóttir með 434 at­kvæði í 1-6. sæti

Á kjör­skrá voru 2.225 manns og greiddu 962 at­kvæði eða 43 prósent.

Var áður bæjarstjóri í sjö ár

Guðmundur Árni hefur áður gegnt stöðu bæjarstjóra Hafnarfjarðar. Hann var bæjarstjóri í sjö ár fyrir Alþýðuflokkinn frá 1986 til 1993. Hann var varaþingmaður Alþýðuflokksins frá 1991 til 1993 og þingmaður fyrst fyrir Alþýðuflokkinn og síðan Samfylkinguna frá 1993 til 2003.

Guðmundur var félagsmálaráðherra í samsteypustjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks frá 1993 til 1994. Hann neyddist til að segja af sér ráðherraembætti hinn 11. nóvember 1994 eftir útkomu skýrslu Ríkisendurskoðunar um embættisverk hans sem aðallega snerist um skipan hans á mönnum í embætti.