Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Sam­fylkingarinnar, vill á­fram vera á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, eða Kraganum, í komandi þing­kosningum. Þetta kemur fram í færslu hans á facebook rétt í þessu.

„Ég tel að jafnaðar­stefnan sé mikil­vægari en nokkru sinni því að hún ein hefur úr­ræði til að vinna gegn vaxandi mis­skiptingu og lotugræðgi kapítal­ismans um leið og mann­úð, gagn­kvæmt um­burðar­lyndi og virðing fyrir ein­stak­lingunum og vali þeirra er inn­byggð í þessa stefnu,“ skrifar Guð­mundur.

„Mér finnst ég hafa erindi í pólitík og í þing­flokki jafnaðar­manna. Fyrir utan það að vera tals­maður hug­sjóna og stefnu­mála lít ég á það sem hlut­verk mitt að stuðla að sáttum og góðu and­rúms­lofti og ég held að ég hafi lagt mitt af mörkum til þess að þing­flokkur Sam­fylkingarinnar hefur á þessu kjör­tíma­bili verið býsna öflugur, sam­heldinn og mál­efna­legur. Og mig langar að halda á­fram,“ skrifar hann enn fremur.

Upp­stillingar­nefnd flokksins ræður því hvernig frambjóðendum verður raðað á lista og segist Guð­mundur treysta nefndinni.

„Hún er skipuð valin­kunnu og góðu fólki úr kjör­dæminu og ég veit að þau komast að góðri niður­stöðu fyrir kjör­dæmið og flokkinn. Og hvernig sem niður­staðan verður mun ég una henni og halda á­fram að leggja mitt af mörkum,“ skrifar hann að lokum.

Rósa Björk Brynjólfs­dóttir, þing­maður Sam­fylkingarinnar, tilkynnti í gær að hún vill leiða lista flokksins í Suður­vestur­kjör­dæmi.

Rósa Björk gaf kost á sér í upp­stillingar­ferli flokksins fyrir Reykja­víkur­kjör­dæmin, og varð hún meðal efstu fimm í könnun sem gerð var meðal fé­lags­manna flokksins í borginni. Af til­kynningu Rósu í gær er ljóst að henni hefur ekki staðið til boða að leiða lista Sam­fylkingarinnar í borginni og því allar líkur á að Helga Vala Helga­dóttir og Krist­rún Frosta­dóttir muni leiða í kjör­dæmunum tveimur í Reykja­vík.


Í upphaflegri útgáfu af þessari frétt var því haldið fram að Guðmundur Andri vildi leiða lista Samfylkingarinnar. Það mun ekki hafa verið rétt.

Þegar ég var beðinn um að leiða lista Samfylkingarinnar í þingkosningunum 2017 var staðan þannig að við áttum engan...

Posted by Guðmundur Andri Thorsson on Laugardagur, 23. janúar 2021