Kjör­­stjórn full­­trúa­ráðs Sam­­fylkingarinnar í Reykja­­vík hefur komist að þeirri niður­­­stöðu að fram­­boð Guð­­mundar Inga Þór­odds­­sonar í flokksvali Sam­­fylkingarinnar vegna borgar­­stjórnar­­kosninga sé ekki gilt, á þeim grund­velli að hann upp­­­fylli ekki skil­yrði kosninga­laga um kjör­­gengi.

Guð­mundur Ingi greinir frá þessu á lokaðri stuðningsmannasíðu vegna framboðs síns.

Á­­kvörðun kjör­stjórnar var tekin í morgun en Guð­­mundur kærði hana til úr­­­skurðar­­nefndar Sam­­fylkingarinnar sem stað­festi á­kvörðun kjör­nefndar í kvöld. Próf­kjörið hefst klukkan átta í fyrra­málið.

„Ég hefði auð­vitað viljað að Sam­fylkingin stæði með mér til að ég gæti látið reyna á þau mann­réttindi mín að fá að bjóða mig fram, og fyrir dómi ef um þann rétt minn yrði efast, enda liggja ófá lög­fræði­á­lit fyrir um kjör­gengið,“ segir Guð­mundur í til­kynningunni.

Guð­mundi Inga hafði áður borist stað­festing frá kjör­stjórn um að fram­boð hans hefði verið metið gilt en sú stað­festing barst 22. janúar síðast­liðinn. Hann veltir fyrir sér hvað valdi þessum sinna­skiptum kjör­stjórnar.

„Það er líka sárt að fá þessi tíðindi svona kvöldið áður en prófjörið hefst enda hafði Ásta Guðrún Helgadóttir, formaður kjörstjórnar, sagt mér að kjörgengi mitt hefði verið rætt innan flokksins. Ekki væri lengur um það deilt að ég væri kjörgengur. En vegna á­bendingar sem kjör­stjórn barst núna í vikunni virðist eitt­hvað hafa breyst í hugum kjör­stjórnar síðan hún tók fram­boð mitt gilt á fundi kjör­stjórnar 22. janúar. Kannski dugnaður okkar sem fjallað hefur verið um í fjöl­miðlum.“

Guð­mundur segist að lokum ekki hafa gert upp við sig hvað taki næst við.

„Ég hef ekki haft neitt ráð­rúm til að hugsa hvað tekur við núna eða hvernig sam­líf mitt með Sam­fylkingunni heldur á­fram eftir þetta. Ég sef á því í nótt,“ segir Guð­mundur og þakkar stuðnings­mönnum sínum fyrir hjálpina og stuðninginn.

Í 6. gr. kosninga­laga er fjallað um ó­­flekkað mann­orð sem er skil­yrði kjör­­gengis. Þar segir að enginn teljist hafa ó­­flekkað mann­orð sem hlotið hefur dóm fyrir refsi­vert brot og refsing er ó­­skil­orðs­bundið fangelsi, frá þeim degi þegar dómur er upp kveðinn og þar til af­­plánun er að fullu lokið.

Á­höld hafa staðið um hvað fellst í því að af­­plánun sé að fullu lokið. Í lögum um fullnustu refsingar er af­­plánun skil­­greind þannig að hún þýði: „Vistun í fangelsi eða utan fangelsa vegna af­­plánunar ó­­skil­orðs­bundinnar fangelsis­refsingar eða vara­refsingar fé­­sekta."

Guð­­mundur Ingi hefur bæði lokið af­­plánun í fangelsi og raf­­rænu eftir­­liti og hefur haldið því fram að af­­plánun sinni sé lokið þótt hann sé á reynslu­­lausn enda sé hún skil­­greind í fullnustu­lögum sem ski­­loðs­bundin eftir­­­gjöf refsingar.

Þetta er ekki fyrsta at­laga Guð­mundar að fram­boði fyrir Sam­fylkinguna. Hann tók þátt í um­deildri skoðana­könnun flokksins fyrir síðustu al­þingis­kosningar, gekk vel en var ekki boðið sæti á lista, vegna vafa um kjör­gengi hans.