Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar samsæriskenningum netverja á bug og sakar Eyjuna um dylgjur.

Ein kenning hefur verið á dreifingu um Facebook þar sem Guðlaugur er sagður græða milljarða verði virkjanaáform að veruleika. Umræðan byrjaði í Facebook hópnum Orkan Okkar: umræðurhópur. Guðlaugur segir fjölskylduna hafa enga aðild að áformum um virkjun.

Í póstinum er minnst er á jörðina Hemrumörk í Skaftárhreppi í eign Steinkápu ehf. Félagið er í eigu Ágústu Johnson sem er framkvæmdastjóri Hreyfingar ehf og einnig eiginkona Guðlaugs. Félagið var áður en í eigu fjölskyldu Ágústu frá árinu 1982.

Guðmundur Þorleifsson, formaður Íslensku Þjóðfylkingarinnar, hefur hvatt flokksmenn sína til að dreifa fyrrnefndum sögusögnum.

Engin áform um virkjun

Guðlaugur segir að jörðin sem um ræður hafi verið í eigu Ágústu síðan 2015, þar áður var hún í eigu fjölskyldu hennar. Hann segir Búlandsvirkjun ekki vera í orkinýtingarflokki núgilandi rammáaætlunar og að hann hafi engin áform um þá virkjun. Fjölskylda hans hefur enga aðild að áformum, enda telji þau fjölskyldan að slík virkjun hafi neikvæð áhrif á umhverfið. Þetta staðfestir Diljá Mist Einarsdóttir, hæsta­rétt­ar­lögmaður og aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðar­son­ar ut­an­rík­is­ráðherra.

Guðlaugur segir umfjöllun Eyjunnar bera vitni um málefnafátækt þeirra sem berjast gegn þriðja orkupakkanum.

Eyjan greindi frá áróðursstríði vegna innleiðingar þriðja orkupakkans.

„Muni þeir sem eiga jörð á svæðinu því geta hagnast um milljarða gangi áformin eftir og væntanlega enn meira ef Ísland tengist meginlandi Evrópu með sæstreng, sem Alþingi þarf þó að samþykkja sérstaklega, samkvæmt þingsályktunartillögu Guðlaugs Þórs um innleiðingu þriðja orkupakkans,“ segir í grein Eyjunnar.

Má lesa grein Eyjunnar hér.

Fréttin hefur verið uppfærð.