Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra, sagðist ekki vilja ræða hvort að hann hygðist bjóða sig fram í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins þegar Fréttablaðið spjallaði við Guðlaug eftir ríkisstjórnarfund.

Guðlaugur gaf það til kynna að hann vildi ekki ræða málið þessa stundina þegar Fréttablaðið leitaðist eftir viðtali.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafði orð á því að það væru engar nýjar vendingar í málinu þegar Fréttablaðið ræddi við hann og ítrekaði að hann þurfi sem formaður að endurnýja það í raun og veru.

„Þannig að mér finnst mjög eðlilegt að nálgast málin alltaf þannig að það þurfi raunverulega að endurnýja umboðið,“ sagði Bjarni.