Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son ut­an­rík­is­ráð­herr­a hef­ur ekki í hyggj­u að koma á við­skipt­a­bann­i við Ísra­el. Þett­a sagð­i hann í þætt­in­um Víg­lín­unn­i á Stöð 2 í dag. Þar sagð­i hann Ís­land gera allt sem í vald­i þess stæð­i vegn­a á­tak­a Ísra­els og Pal­est­ín­u sem stað­ið hafa síð­an á mán­u­dag. Ekkert lát er á þeim og seg­ir for­sæt­is­ráð­herr­a Ísra­el, Benj­a­min Net­an­y­ah­u, að á­rás­ir Ísra­els­mann­a á Gaza muni hald­a á­fram.

Utan­rík­is­ráð­herr­a seg­ir af­stöð­u Ís­lands skýr­a og nauð­syn­legt sé að koma á vopn­a­hlé­i sem fyrst. Guð­laug­ur Þór fund­að­i með Ine Erik­sen Sör­eid­e, ut­an­rík­is­ráð­herr­a Nor­egs, í gær í gegn­um síma og rædd­i á­stand­ið.

Hann seg­ir Nor­eg vera það Norð­ur­land­ann­a sem beitt hafi sér helst í mál­in­u enda sitj­i þeir í ör­ygg­is­ráð­i Sam­ein­uð­u þjóð­ann­a. Ís­land styðj­i Nor­eg og önn­ur band­a­lags­rík­i í til­raun­um sín­um til að koma á vopn­a­hlé­i.
Guð­laug­ur Þór seg­ist hafa kom­ið þeim skil­a­boð­um á­leið­is að Ís­land væri reið­u­bú­ið til að gera allt sem það gæti til að að­stoð­a við að koma á vopn­a­hlé­i.

Há­vær­ar radd­ir hafa ver­ið uppi um að Ís­land skul­i setj­a við­skipt­a­bann á Ísra­el en ut­an­rík­is­ráð­herr­a tel­ur það ekki væn­legt til ár­ang­urs.

„Ís­land er ekki land sem get­ur geng­ið fram með ár­angr­i þeg­ar kem­ur að við­skipt­a­bann­i við aðr­ar þjóð­ir. En við höf­um auð­vit­að tek­ið þátt í því í refs­i­að­gerð­um og öðru slík­u. En ég hef ekki heyrt nein­ar slík­ar radd­ir eða hug­mynd­ir á al­þjóð­a­vett­vang­i með það,“ seg­ir Guð­laug­ur. „Ég held við sjá­um það að við erum 370 þús­und. Þeg­ar við beit­um okk­ur þá er það ekki það fyrst­a sem kem­ur upp í hug­ann að beit­a við­skipt­a­þving­un­um. Það væri fyrst og fremst tákn­rænt.“

Í sam­tal­i við mbl.is sagð­i Guð­laug­ur Þór að mik­il­væg­ast sé að al­þjóð­a­sam­fé­lag­ið sýni sam­stöð­u í mál­in­u og send­i skýr skil­a­boð til stríð­and­i fylk­ing­a að koma skul­i á vopn­a­hlé­i. Hann seg­ir af­stöð­u Ís­lands gegn land­tök­u Ísra­el­a þá að hún sé ó­lög­leg.