Guð­laugur Þór Þórðar­son, um­hverfis-, orku- og lofts­lags­ráð­herra, segir að margir hafi skorað á hann að bjóða sig fram til formanns Sjálf­stæðis­flokksins á lands­fundi flokksins um aðra helgi.

Guð­laugur Þór ræðir orð­róm um mögu­legt for­manns­fram­boð í við­tali við Vísi þar sem hann úti­lokar ekkert.

„Það er væntan­lega verst geymda leyndar­mál á Ís­landi að það hafa mjög margir skorað á mig og það er fólk í Sjálf­stæðis­flokknum sem hefur miklar á­hyggjur af stöðu flokksins, eðli­lega, og það er ekkert ó­eðli­legt að svona um­ræða komi upp, sér­stak­lega í ljósi þess að við höfum ekki haldið lands­fund í fjögur ár. Ég held að flestir ef ekki allir sjálf­stæðis­menn vilji að við gerum betur,“ segir Guð­laugur meðal annars.

Bjarni Bene­dikts­son hefur verið for­maður Sjálf­stæðis­flokksins frá árinu 2009 og hefur hann enn sem komið er einn til­kynnt um for­manns­fram­boð.

Að­spurður hve­nær á­kvörðun um fram­boð liggur fyrir sagðist Guð­laugur ekki geta sat til um það. Ef hann taki það skref að bjóða sig fram verði Bjarni Bene­dikts­son, for­maður flokksins, fyrstur til að frétta það.