Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að margir hafi skorað á hann að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins um aðra helgi.
Guðlaugur Þór ræðir orðróm um mögulegt formannsframboð í viðtali við Vísi þar sem hann útilokar ekkert.
„Það er væntanlega verst geymda leyndarmál á Íslandi að það hafa mjög margir skorað á mig og það er fólk í Sjálfstæðisflokknum sem hefur miklar áhyggjur af stöðu flokksins, eðlilega, og það er ekkert óeðlilegt að svona umræða komi upp, sérstaklega í ljósi þess að við höfum ekki haldið landsfund í fjögur ár. Ég held að flestir ef ekki allir sjálfstæðismenn vilji að við gerum betur,“ segir Guðlaugur meðal annars.
Bjarni Benediktsson hefur verið formaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2009 og hefur hann enn sem komið er einn tilkynnt um formannsframboð.
Aðspurður hvenær ákvörðun um framboð liggur fyrir sagðist Guðlaugur ekki geta sat til um það. Ef hann taki það skref að bjóða sig fram verði Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, fyrstur til að frétta það.