Guð­laugur Þór Þórðar­son, um­hverfis-, orku- og lofts­lags­ráð­herra, er sagður í­huga að bjóða sig fram til for­mennsku í Sjálf­stæðis­flokknum á lands­fundi flokksins sem fram fer um þar næstu helgi.

Morgun­blaðið greinir frá þessu í dag og vísar í heimildir sínar.

Guð­laugur er sagður ekki hafa á­kveðið neitt varðandi hugsan­legt fram­boð, en í frétt Morgun­blaðsins kemur fram að ekki hafi náðst í hann undan­farna daga. Bjarni Bene­dikts­son, sem hefur verið for­maður flokksins frá árinu 2009, hefur enn sem komið er einn til­kynnt um fram­boð til formanns.