Guð­laugur Þór Þórðar­son, um­hverfis, orku- og lofts­lags­ráð­herra, er með Co­vid-19. Hann greinir frá því á sam­fé­lags­miðli sínum að hann sé við hesta­heilsu og að hann finni ekki fyrir neinum ein­kennum.

Guð­laugur greindist á landa­mærunum en var eins og greint hefur verið frá er­lendis ný­verið en hann segir frá því að hann hafi verið í brúð­kaups­ferð með eigin­konu sinni Ágústu John­son til að fagna tuttugu ára brúðkaupsafmæli.

„Það sem er já­kvætt í nú­verandi stöðu er að flest er hægt að vinna í fjar­vinnu en ég mun sakna þess að hitta fólk. Á­fram gakk,“ segir Guð­laugur Þór í færslunni sem má sjá hér að neðan.