Guð­laugur Þór Þórðar­­­­­son, utan­­­­­­­­­ríkis- og þróunar­­­­­sam­vinnu­ráð­herra, flutti ræðu í mann­réttinda­ráði Sam­einuðu þjóðanna í dag. Þar varaði hann við því að CO­VID-19 far­aldurinn væri notaður til að skerða borgara­­­­­leg réttindi og frelsi.

Enginn vafi væri á að far­aldurinn hefði reynt mjög á ríkis­­stjórnir og íbúa heimsins en nauð­­syn­­legt væri að finna jafn­­vægi milli tak­­markana og opins sam­­fé­lags. Réttindi fólks mætti þó ekki skerða varan­lega eftir að far­aldurinn tekur enda. Far­aldurinn veitti þó einnig tæki­færi til að gera betur, með mann­réttindi að leiðar­ljósi.

„Far­aldurinn má ekki nota til að rétt­læta skerðingar á frelsi og borgara­­legum réttindum til lang­­frama,“ sagði Guð­laugur Þór og nauð­­syn­­legt væri tryggja þau gildi sem skipta okkur miklu máli, það er friðar- og öryggis­­mál, réttar­­ríkið og mann­réttindi, einkum réttindi kvenna, barna og LGBTI+ fólks.

Mann­réttinda­ráð Sam­einuðu þjóðanna í Genf í Sviss.
Fréttablaðið/AFP

Nú stendur yfir 46. funda­lota ráðsins. Þetta er í fimmta sinn sem Guð­laugur Þór á­­­varpar mann­réttinda­ráðið en hann var fyrstur ís­­­lenskra utan­­­­­ríkis­ráð­herra til að sækja ráð­herra­viku mann­réttinda­ráðsins árið 2017. Um fjar­fund er að ræða að þessu sinni vegna heims­far­aldursins.

Banda­­­ríkin snúin aftur til leiks

Auk þess fagnaði hann endur­­­­­komu Banda­­­­­ríkjanna að starfi ráðsins en undir stjórn Donald Trumps, fyrr­verandi for­­­­­seta, sögðu þau sig úr ráðinu og tók Ís­land sæti þeirra í hálft kjör­­tíma­bil. Endur­­­­­bóta væri þörf í mann­réttinda­ráðinu sem gerði enn mikil­­­­­vægara að unnið yrði þar að um­­­­­bótum þar og ráðið héldi á­fram bar­áttunni fyrir frelsi og mann­réttindum.

Antony Blin­­ken, nýr utan­­­ríkis­ráð­herra Banda­­ríkjanna, greindi frá því fyrir skömmu að Banda­­ríkin hefðu í hyggju að vinna með mann­réttinda­ráðinu á nýjan leik en þar væri engu að síður marga van­kanta að finna. Nefndi hann einkum að Ísraels­­ríki hefði mátt sæta ó­­sann­gjarnri með­­ferð ráðsins.

Fagnar frelsun al-Hat­hloul

Ráð­herrann lagði á það á­herslu í ræðu sinni að mann­réttindi giltu um alla jarðar­búa, óháð bú­­setu. Þörf væri á að varpa ljósi á þau ríki sem virða þau ekki og sinntu ekki skuld­­bindingum sínum um að standa vörð um mann­réttindi í sam­ræmi við þær. Hann fagnaði því að sádí-arabíska bar­áttu­­konan fyrir kven­réttindum, Loujain al-Hat­hloul, væri nú laus úr haldi. Ís­land talaði fyrir máli hennar er það sat í ráðinu í 18 mánuði frá júlí 2018 til árs­­loka 2019.

Loujain al-Hat­hloul var sleppt úr fangelsi í Sádí-Arabíu 10. febrúar.
Fréttablaðið/AFP

„Ég vona inni­lega að þetta sé til marks um að raun­veru­legar um­bætur séu í vændum og bjartari tímar fram undan fyrir konur og þau sem berjast fyrir bættum mann­réttindum í Sádi-Arabíu,“ sagði Guð­laugur Þór.

Nauð­syn­legt að Filipps­eyjar láti orð fylgja efndum

Er Ís­land sat í ráðinu fjallaði það einnig um meint mann­réttinda­brot stjórnar Rodrigo Duterte, for­­seta Filipps­eyja, í stríði hans gegn vímu­efnum. Stjórn­völd þar hefðu síðast­liðið haust greint ís­­lenskum yfir­­völdum frá því að þau væru reiðu­búin í sam­­starf með Ís­landi um á­­lyktun um mann­réttindi í Filipps­eyjum. Ráð­herrann þakkaði Filipps­eyjum fyrir sam­starfið en sagði að orð þyrftu að fylgja efndum.

Guð­laugur Þór lýsti í ræðu sinni á­hyggjum af þróun mann­réttinda í Rúss­landi vegna mikilla mót­­­mæla þar í landi og hand­töku stjórnar­and­­­stæðingsins Alek­­­sei Naval­ny sem ný­­lega var dæmdur til fangelsis­vistar.

„Við skorum á stjórn­völd í Rúss­landi að láta kjör landsins í mann­réttinda­ráðið verða sér til hvatningar um að leggja nýjar á­herslur heima fyrir þar sem öllum ríkis­­­borgurum væru tryggð full pólitísk og fé­lags­­­leg réttindi, svo sem mál­­­frelsi og réttinn til frið­­­sam­­­legra mót­­­mæla,“ sagði hann. Rúss­land tók ný­­lega sæti í mann­réttinda­ráðinu.

Að­­för að lýð­ræðis­­legum réttindum væru á­hyggju­efni í fleiri löndum og nefndi hann meðal annars Hvíta-Rúss­land, þar sem stjórn­völd hafa gengið hart fram gegn stjórnar­and­­stæðingum og Hong Kong, þar sem kín­versk yfir­­völd hafa reynt með valdi að kveða niður mót­­mæla­að­­gerðir. Guð­laugur Þór sagði að grafið hefði verið undan lýð­ræði, reglum réttar­­ríkisins og borgara­­legum réttindum íbúa Hong Kong.

Ráð­herrann sagði að víða um heim sætti fólk of­sóknum vegna kyn­hneigðar, trúar­bragða eða pólitískra skoðana sinna. Nauð­syn væri að tryggja þyrfti öryggi tals­manna mann­réttinda og blaða­manna sem stefndu lífi sínu í voða með því að beina kast­ljósi heimsins að mann­réttinda­brotum. Þeir væru að nýta sér réttindi sem sér­hver jarðar­búi sannar­lega ætti að hafa.

Hér má lesa ræðu Guð­laugs Þórs í heild sinni á vef Stjórnar­ráðsins.