Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, boðar til opins fundar í dag klukkar 12:30 í Valhöll þar sem hann mun gera grein fyrir ákvörðun sinni um það hvort hann ætli að bjóða sig fram til formanns.
Mikið hefur verið fjallað um Guðlaug undanfarna daga en hann sagði frá því í síðustu viku að hann væri að skoða það að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins næstu helgi.
Aðeins einn er þegar í framboði og það er núverandi formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, sem hefur verið formaður síðan árið 2009.
Í viðtali við Fréttablaðið í vikunni sagði Guðlaugur Þór þetta stóra ákvörðun og að hann myndi ávallt tilkynnta formanninum hana fyrst. Hann sagði fjölda hafa skorað á sig og að hann tæki þessa ákvörðun alvarlega.