Guð­laugur Þór Þórðar­son, utan­ríkis- og þróunar­sam­vinnu­ráð­herra, sækist eftir 1. sæti í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokksins í Reykja­vík. Í til­kynningu kemur fram að full­trúa­ráð Sjálf­stæðis­fé­laganna í Reykja­vík hafi á­kveðið á fjöl­mennum fundi í gær að efna til próf­kjörs við val á fram­boðs­listum flokksins sem á að fara fram dagana 4. til 5. júní næst­komandi.

„Ég fagna mjög þeirri á­kvörðun full­trúa­ráðsins að efna til próf­kjörs, það er hraust­leika­merki á lýð­ræðis­legum stjórn­mála­flokki að láta val á fram­bjóð­endum í hendur al­mennum flokks­mönnum. Það er háttur Sjálf­stæðis­flokksins og lýsandi fyrir þá fjölda­hreyfingu sem flokkurinn er,“ segir Guð­laugur Þór í til­kynningu.

Guð­laugur Þór hefur verið þing­maður Reyk­víkinga síðan 2003. Hann hefur gegnt em­bætti utan­ríkis- og þróunar­sam­vinnu­ráð­herra frá 11. janúar 2017 en var áður heil­brigðis­ráð­herra á árunum 2007 til 2009.

„Það hefur verið mér heiður að veita Sjálf­stæðis­mönnum í Reykja­vík for­ystu á þessu kjör­tíma­bili sem fyrsti þing­maður Reykja­víkur. Margt hefur á­unnist við krefjandi að­stæður og enn er verk að vinna. Ég óska á­fram eftir stuðningi í 1. sæti í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokksins í Reykja­vík,“ segir Guð­laugur Þór.

Fréttin hefur verið leiðrétt klukkan 13:14. Guðlaugur þór var í 2. sæti í síðasta prófkjöri á eftir Ólöfu Nordal. Síðasta prófkjör var haldið árið 2016 og þá sóttist hann eftir 2. sæti sem hann fékk.