Guð­laugur Þór Þórðarson, utan­ríkis­ráð­herra, ræddi um hlýnun jarðar, mann­réttindi og endur­bætur á al­þjóða­kerfinu í á­varpi sínu í nótt til allsherjaþings Sam­einuðu þjóðanna, en þingið fer nú fram í New York. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Lofts­lags­mál voru á­berandi í ræðu Guð­laugar þar sem hann lýsti því yfir að loftslagsbreytingar væru ekki fjar­læg kenning heldur aug­ljós sann­leikur. „Bar­áttan gegn hlýnun jarðar byrjar hjá okkur sjálfum,“ sagði Guð­laugur og sagði ríku löndin bera skyldu til þess að að­stoða þau sem minni eiga.

Þörf á um­bætum

Í til­efni þess að Sam­einuðu þjóðirnar eigi 75 ára af­mæli á næsta ári minnti Guð­laugur aðildarríkin á skyldu þeirra til að varð­veita al­þjóða­kerfið, að þau ættu að knýja fram um­bætur á þeim sviðum, þar sem kerfið þjónaði ekki lengur grunn­gildum sínum heldur verð­launaði jafn­vel ríkin sem græfu undan þeim.

Hann benti einnig á að þörf væri á um­bótum í mann­réttinda­ráðsins þar sem al­ræmdir mann­réttinda­brjótar sætu fyrir á fleti. „Mann­réttindi og virðing og sann­girni í garð náungans eru erfða­efni fram­fara, friðar og þróunar,“ sagði Guð­laugur í ræðu sinni.

Allsherjaþing Sameinuðu Þjóðanna fer nú fram í 74. sinn.
Fréttablaðið/Getty

Utan­ríkis­ráð­herra á­réttaði svo á að lykil­for­senda þeirrar sem Ís­land ætti að fagna væri jafn­rétti kynjanna. „Hér erum við hins vegar ekki í sam­keppni heldur eru mark­mið okkar þau sömu: Að tryggja að konur fái hvarvetna notið mögu­leika sinna og að vinna að sjálf­bærri þróun sem lætur engan undan­skilinn,” sagði Guð­laugur.

Minnir á árangur stofnunarinnar

Fleiri mál­efni voru einnig rædd á á­varpi Guð­laugs, eins og að þýðingu frjálsra við­skipta við að efla hag­vöxt, stöðugleika og út­rýma fá­tækt. Hann ræddi einnig árangur Ís­lands við að ná fram Heims­mark­miðum Sam­einuðu þjóðanna og hvatti til frekari rann­sókna á smit­lausum sjúk­dómum.

„Arf­leifð þessarar kyn­slóðar mun aldrei líða undir lok. Þegar við fögnum 75 ára af­mæli þessarar merku stofnunar á næsta ári skulum við minnast af­reka hennar um leið og við lítum í eigin barm og ræðum hvernig við getum unnið brautar­gengi þeim gildum og hug­sjónum sem Sam­einuðu þjóðirnar hvíla á,” sagði Guð­laugur og lauk máli sínu þar með á að minnast fólksins sem stofnuðu Sam­einuðu þjóðirnar í skugga síðari heims­styrj­aldarinnar.

Ræðu Guðlaugs í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.