Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að honum sé brugðið vegna atburðanna við bandaríska þinghúsið í Washington D.C. í kvöld.
Eins og greint hefur verið frá ruddust stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta inn í þinghúsið, en í kvöld stóð til að staðfesta kjör Joe Biden í embætti forseta.
Guðlaugur Þór tjáir sig stuttlega um málið á Twitter þar sem hann segir meðal annars að virða þurfi niðurstöður lýðræðislegra kosninga.
Shocking scenes in #WashingtonDC. Any attacks on #democratic institutions and undermining of rule of law should be condemned. Outcome of democratic elections must be respected.
— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) January 6, 2021