Guð­jón S. Brjáns­son, þing­maður Sam­fylkingarinnar, ætlar ekki fram fyrir flokkinn í næstu al­þingis­kosningum sem fara fram í haust. Guð­jón hefur setið fyrir flokkinn á þingi síðan 2016 í Norð­vestur­kjör­dæmi.

„Á þeim tíma hef setið sem 1. vara­for­seti Al­þingis og unnið í alls­herjar- og mennta­mála­nefnd, vel­ferðar­nefnd og um­hverfis- og sam­göngu­nefnd á­samt því að hafa verið for­maður Ís­lands­deildar Vest­nor­ræna ráðsins,“ segir Guð­jón í til­kynningu sem hann sendi frá sér í dag.

Þar segir hann að þrátt fyrir að stjórn­mál hafi átt hug hans allan undan­farin ár fylgi hann ekki lengur hjartanu og hann langi að verja meiri tíma með fjöl­skyldu sinni og fylgjast með með barna­börnunum dafna og þroskast sem hann hefur ekki haft tíma til að gera.

„Ég er þakk­látur fyrir þann heiður að hafa fengið að sitja á Al­þingi fyrir hönd jafnaðar­manna og að hafa barist fyrir hags­munum lands­manna allra á þingi. Ég þakka öllum mínum kjós­endum í Norð­vestur­kjör­dæmi og sam­starfs­fé­lögum fyrir stuðninginn á liðnum árum,“ segir hann að lokum.