Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, hefur lýst því yfir að hann leiða lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Guðbrandur er bæjarfulltrúi framboðsins Bein leið.

Guðbrandur hefur unnið í tvo áratugi að sveitarstjórnarmálum.

Hann var áður formaður og framkvæmdastjóri Verslunarmannafélags Suðurnesja, eða í rúm 20 ár og formaður Landssambands ísl. verslunarmanna í sex ár þar sem hann sat í stjórn í tæp 20 ár. Þá tók Guðbrandur einnig þátt í starfi Alþýðusambands Íslands um 14 ára skeið, bæði sem miðstjórnarmaður og sem fulltrúi sambandsins í ýmsum nefndum og ráðum.

Guðbrandur tók þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar árið 2010 og var þá fulltrúi A-listans í bæjarstjórn.

Viðreisn hefur ekki þingmann í kjördæminu