„Ég var bara að heyra um þetta í fyrsta skiptið í fréttum, eins og oft hefur verið,“ segir Guð­björg Páls­dóttir for­maður Fé­lags ís­lenskra hjúkrunar­fræðinga í sam­tali við Frétta­blaðið að­spurð um á­form heil­brigðis­ráð­herra að hækka há­marks­aldur heil­brigðis­starfs­manna ríkisins úr 70 árum í 75 ár.

Guð­björg segist ekki vera búin að kynna sér frum­varps­drögin að fullu en segir kosti og galla vera í þeim. „Það eru kostir og gallar og þetta getur þýtt tæki­færi fyrir mjög marga og við þurfum að vera með það alveg á hreinu að þetta má á engan hátt skerða tæki­færi þeirra sem fyrir eru, til að halda sinni ó­breyttri á­ætlun eins og kerfið er í dag,“ segir Guð­björg.

Willum Þór Þórs­son, heil­brigðis­ráð­herra, lagði fyrr í vikunni fram á­form í sam­ráðs­gátt stjórn­valda um breytingu á lögum um heil­brigðis­­starfs­menn. Breytingin felur í sér hækkun á há­marks­aldri heil­brigðis­starfs­manna ríkisins úr 70 árum í 75 ár.

Guð­björg tekur á­formunum fagnandi, svo lengi sem skerðing verði ekki á líf­eyris­málum hjúkrunar­fræðinga. „Á meðan það verður ekki breyting á fyrri réttindum að neinu leti að þá er þetta mjög gott tæki­færi fyrir þá sem vilja og geta starfað á­fram,“ segir hún.

Guð­björg segist vita um mörg mál þar sem hjúkrunar­fræðingar hafi byrjað að taka líf­eyri um 65 ára. „Þeir hafa oftar en ekki verið í tíma­vinnu hlut­falls­lega, þannig að þetta er búið að vera þekkt í mörg ár,“ segir hún.

„Þetta er náttúru­lega bara gott fyrir þá sem vilja starfa lengur, hafa heilsu, getu, heilsu og á­huga til þess, við bara fögnum því,“ segir Guð­björg en segir stjórn­völd ekki geta gengið því að vísu að allir ætli að vinna til 75 ára aldurs.

Ef fyrir­huguð breyting verður að veru­leika verður heil­brigðis­starfs­mönnum sagt upp við 70 ára aldur, eins og lögin segja í dag, en heimilt yrði að ráða þá aftur með nýjum ráðningar­samningi til 75 ára aldurs. Eftir það yrði að segja þeim upp endan­lega.

„Mark­miðið með breytingu á lögunum er að mæta mönnunar­vanda í opin­berri heil­brigðis­þjónustu þar sem ljóst er að stór hluti heil­brigðis­starfs­fólks mun ná 70 ára aldri á næstunni,“ segir á sam­ráðs­gátt stjórn­valda.

Bent á að­gerðir í mörg ár

Guð­björg segir hjúkrunar­fræðinga hafa bent á í mörg ár hvað sé hægt að gera til þess að draga úr skortinum á starfandi hjúkrunar­fræðingum. Hún nefnir þá á skýrslu Ríkis­endur­skoðunar um hjúkrunar­fræðinga frá árinu 2017 en þar voru stjórn­völd gagn­rýnd fyrir stefnu­leysi vegna lang­varandi skorts á hjúkrunar­fræðingum.

„Svan­dís lét búa til tvær skýrslur árið 2020, bæði varðandi mönnun og menntun hjúkrunar­fræðinga og hvernig er hægt að fjölga í stéttinni,“ segir Guð­björg.

„Hann Willum hefur þetta niðri í ráðu­neyti og þarna eru til­búnar hug­myndir hvernig má fjölga nem­endum í náminu og hvað þarf að gera til að fjölga starfandi hjúkrunar­fræðingum,“ segir hún.