Guð­bjarni Eggerts­son, hæsta­réttar­lög­maður hefur verið settur ríkis­sak­sóknari til að veita endur­upp­töku­dómi um­sögn í máli nr. 8/2022 vegna beiðni Erlu Bolla­dóttur til endur­upp­töku á dómi Hæsta­réttar í máli nr. 214/1974.

Í til­kynningu frá dóms­mála­ráðu­neytinu kemur fram að ráðu­neytinu hafi borist erindi í april frá ríkis­sak­sóknara, Sig­ríðar Frið­jóns­dóttur, um van­hæfi hennar en hún hafði einnig verið van­hæf í máli endur­upp­töku­nefndar nr. 7/2014 sem átti rætur að rekja til sama máls. Þær van­hæfis­á­stæður sem lágu þá til grund­vallar eru enn til staðar og koma einnig í veg fyrir að­komu hennar að máli þessu.

Beiðni Erlu til endur­upp­töku­nefndar um endur­upp­töku á hennar þætti í Guð­mundar- og Geir­finns­málum var synjað í febrúar 2017 og varð hún þá sú eina af dóm­felldu í málunum til að fá ekki endur­upp­töku á sínum þætti málsins.

Erla vildi ekki una synjun endurupptökunefndar. Hún stefndi í ríkinu og krafðist ó­gildingar á úr­skurði endur­upp­töku­nefndar.

Í janúar á þessu ári féllst Héraðs­dómur á þá kröfu hennar og í kjöl­farið óskaði Erla aftur eftir endur­upp­töku málsins, nú fyrir endur­upp­töku­dómi. Það mál var þing­fest í apríl og var á­kæru­valdinu þá gefinn frestur til að skila greinar­gerð í málinu.

Málið tafðist hins vegar í dóms­mála­ráðu­neytinu og rann frestur ríkisins til að skila greinar­gerð í málinu út án þess að settur yrði sak­sóknari í málið.

Nú fyrir stundu tilkynnti dómsmálaráðuneytið að Guð­bjarni Eggerts­son hæsta­réttar­lög­maður hefði verið settur sak­sóknari til að veita um­sögn af hálfu á­kæru­valdsins um kröfu Erlu til endur­upp­töku­dóms.

Guð­bjarni er Hæsta­réttar­lög­maður og einn eig­enda lög­manns­stofunnar Laga­stoðar. Á vef Laga­stoðar kemur fram að Guð­bjarni hafi sér­hæft sig í verk­taka- og vinnu­rétti og á­greinings­málum tengdum fast­eigna­við­skiptum. Hann sé iðu­lega dóm­kvaddur sem mats­maður og hafi setið sem sér­fróður með­dóms­maður í héraðs­dómi og Lands­rétti. Guð­bjarni veiti meðal annars stéttar­fé­lögum og fé­laga­sam­tökum ráð­gjöf. Hann er sagður hafa hefur mikla reynslu af mál­flutningi, bæði í einka­málum og sem verjandi í saka­málum.

Árið 1980 var Erla sak­felld í Hæsta­rétti fyrir rangar sakar­giftir með því að hafa borið sakir á svo­kallaða Klúbb­menn, en þeir sátu í gæslu­varð­haldi í 105 daga, seint á áttunda ára­tug síðustu aldar grunaðir um aðild að hvarfi Geir­finns.

Auk Erlu hlutu fimm ungir menn dóma fyrir aðild að Guð­mundar- og Geir­finns­málum. Þeir voru allir sýknaðir í Hæsta­rétti eftir að málin voru endur­upp­tekin í Hæsta­rétti fyrir nokkrum árum.