Grunur er um COVID-19 smit hjá íbúa á Hrafnistu í Laugarási í Reykjavík og er beðið niðurstöðu úr sýnatöku. Búið var að flytja einstaklinginn á Landspítala vegna veikinda þegar grunsemdir vöknuðu.

Þetta staðfestir María Fjóla Harðardóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna, í samtali við Fréttablaðið.

Íbúinn bjó á deildinni Mánateig sem er nú búið að loka í varúðarskyni ásamt Sólteig sem stendur næst henni.

Málið hefur ekki haft áhrif á aðrar deildir heimilisins, að sögn Maríu.

60 manns eru að jafnaði á deild­un­um tveim­ur og eru þar með komnir í sóttkví.

„Við erum að fara með [smitrakningateymi almannavarna] í gegnum starfsfólk og við erum að loka deildum og aðgreina deildirnar frá öðrum deildum heimilisins, bara til öryggis. Betra er að gera of mikið en of lítið.“

Alls búa 210 á heimili og á hjúkrunardeildum Hrafnistu í Laugarási.

Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um heimilið og deildirnar sem um ræðir.