Starfsmenn á vegum verktakafyrirtækisins Eflu tóku sýni í Vesturbæjarskóla í Reykjavík á mánudag vegna gruns um að þar leyndist mygla.

Samkvæmt heimildum blaðsins munu kennarar og aðrir starfsmenn við skólann hafa kvartað undan krankleika sem þeir ætla að stafi af rakaskemmdum í húsinu.

Vesturbæjarskóli var reistur um aldamótin síðustu og viðbygging við hann var tekin í notkun 2018.

Ætla má að niðurstöður úr rannsókn Eflu liggi fyrir innan mánaðar