Ís­­­lenskur karl­­­maður um þrítugt lést í dag á Land­­­spítalanum af á­­­verkum sem hann hlaut í líkams­­­á­rás fyrir utan heimili sitt í gær. Málið er rann­sakað sem mann­­­dráp. Þrír voru hand­teknir vegna málsins í dag.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá lög­­­reglunni á höfuð­­­borgar­­­svæðinu.

Ráðist var á manninn í gær­morgun fyrir utan heimili hans í Kóra­hverfinu í Kópa­vogi. „Til­kynning um málið barst lög­reglu kl. 8.51 að morgni föstu­dagsins langa, en máls­at­vik voru í fyrstu mjög ó­ljós," segir í til­kynningu lög­reglunnar.

Þrír voru hand­teknir vegna málsins í dag en rann­sóknin er enn á frum­stigi og segist lög­regla því ekki geta veitt frekari upp­lýsingar að svo stöddu.

Á­kvörðun um hvort krafist verður gæslu­varð­halds yfir þre­menningunum liggur ekki fyrir.

Fréttin hefur verið upp­færð.