Grunur leikur á að þremur ein­stak­lingum hafi verið byrluð ó­lyfjan á Akur­eyri í nótt. Árni Páll Jóhanns­son, varð­stjóri hjá lög­reglunni á Norður­landi eystra, stað­festir þetta í sam­tali við Frétta­blaðið.

Í einu til­vikinu fannst kona rænu­lítil fyrir utan skemmti­stað í bænum og var hún flutt með sjúkra­bíl á Sjúkra­húsið á Akur­eyri. Tvö sam­bæri­leg mál til við­bótar komu inn á borð lög­reglu en í þeim til­fellum var um að ræða karl og konu á sama skemmti­staðnum. Vinir þeirra komu þeim á slysa­deild og höfðu sam­band við lög­reglu.

Árni segir að málin séu í rann­sókn og verður væntan­lega stuðst við upp­tökur úr öryggis­mynda­vélum.

Tals­verð um­ræða hefur verið um byrlanir að undan­förnu og hefur fjöldi fólks stigið fram að undan­förnu og lýst reynslu sinni.