Grunur leikur á um að þrír til fjórir Ís­lendingar hafi sýkst af CO­VID-19 í annað skiptið. Til­vikin eru nú til rann­sóknar hjá vísinda­mönnum Land­spítalans.

Þetta sagði Már Kristjáns­son, yfir­læknir smit­sjúk­dóma­deildar í kvöld­fréttum RÚV. Hann segir að smit virðist al­mennt vera út­breiddari í sam­fé­laginu nú en í fyrri bylgju.

Að öðru leyti vildi Már lítið tjá sig um mögu­legar endur­sýkingar. „Þetta er eitt­hvað sem væru ekki góðar fregnir, en við verðum að fylgjast með.“