Innlent

Grunur um að konan sé ekki móðir barnanna fimm

​Afgönsk kona, sem handtekin var í íbúð í Hafnarfirði í morgun, hefur verið látin laus úr haldi lögreglu. Grunur leikur að hún sé ekki móðir þeirra en þau eru komin í umsjá barnaverndaryfirvalda.

Konan var handtekin í íbúð í Hafnarfirði í morgun. Hún hefur verið látin laus úr haldi. Fréttablaðið/Stefán

Afgönsk kona, sem handtekin var í íbúð í Hafnarfirði í morgun, hefur verið látin laus úr haldi lögreglu. Það staðfestir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Fréttablaðið. 

Lögregla fór í íbúðina fyrir tilstilli barnaverndarnefndar líkt og Fréttablaðið greindi fyrst frá í dag en með konunni voru fimm börn.

Grunsemdir voru uppi um að konan væri ekki móðir þeirra en börnin eru á aldrinum 10 til 17 ára. Fjögur barnanna eru komin í umsjá barnaverndaryfirvalda. Konan var handtekin vegna gruns um brot á útlendingalögum og var hún yfirheyrð seinni part dags og loks látin laus um kvöldmatarleytið.

Lífssýni voru tekin á staðnum til að skera úr um tengsl konunnar og barnanna en Skúli segir að það muni taka nokkrar vikur að fá niðurstöður úr þeim.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Kona með fimm börn á heimilinu í haldi lögreglu

Innlent

Ekki langt í að fjöldi starfa verði úreltur

Innlent

Lét greipar sópa í frí­höfninni: Með átta ilm­vatns­glös í töskunni

Auglýsing

Nýjast

Vara við hríð og slæmri færð

Jensína orðin elst allra

66 látin eftir sprengingu í olíu­leiðslu

Þúsundir fylgdust með jarðarför borgarstjórans

Heimsbyggðin syrgir hundinn Boo

Upp­­lifði nám­­skeið Öldu Karenar sem trúar­­sam­komu

Auglýsing