Grunur leikur á að ní­tján mánaða drengur sé smitaður af mis­lingum. Hann er bú­settur í Reykja­vík og var bólu­settur fyrir þremur vikum. Fimm aðrir hafa greint með mis­linga á undan­förnum vikum. 

Drengurinn veiktist með mis­linga­líkum út­brotum á mánu­dag, eða 11. mars, en var ein­kenna­laus að öðru leyti. Hann var ekki í leik­skóla en í heima­pössun hjá for­eldrum og ættingjum, að því er segir í til­kynningu frá em­bætti land­læknis. „Það er því ekki saga um sam­gang við ein­stak­ling sem smitaður var af mis­lingum svo vitað sé,“ segir í til­kynningunni. 

Þá segir að hugsan­lega sé um út­brot af völdum bólu­setningar að ræða en þær geta valdið mis­linga­líkum út­brotum í fimm prósent til­fella. Litlar líkur séu á smiti til annarra í slíkum til­fellum. 

Drengurinn verður hafður í ein­angrun í fjóra til fimm daga, en mis­linga­smitaðir hætta að smita fjórum til fimm dögum eftir að út­brot koma fram. 

Sýni eru til skoðunar hjá veiru­deild Land­spítala og niður­stöðu að vænta síðar í dag.